„Þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 19:30 Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína." Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína."
Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira