Fallegur fótbolti FH skilar ekki mörgum stigum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. ágúst 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson lætur liðið sitt spila góðan bolta en það hefur ekki skilað mörgum stigum í sumar. vísir/bára FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00