Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 22:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira