Það var lítil bikarþynnka í Stjörnunni og Breiðablik sem kláruðu sína leiki í Pepsi-deild kvenna nokkuð auðveldlega í kvöld. Mörkunum rigndi í Garðabæ en Breiðablik lét tvö nægja.
Stjarnan, sem tapaði úrslitaleiknum í Mjólkurbikarnum á föstudaginn, rústaði HK/Víking 7-1. Guðmunda Brynja Óladóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoruðu tvö mörk hver.
HK/Víkingur lenti 4-0 undir en Arna Eiríksdóttir minnkaði muninn í 4-1. Birna Jóhannsdóttir skoraði sjöunda og síðasta mark Stjörnunnar á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður.
Stjarnan er í þriðja sætinu með 28 stig en HK/Víkingur er í sjöunda sætinu með þrettán stig. Nýliðarnir eru þremur stigum frá fallsæti.
Bikarmeistarar Breiðabliks unnu 2-0 sigur á KR. Hildur Antonsdóttir og Berglind Björg Þorvalsdótir skoruðu mörkin á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik.
Blikarnir á toppnum með 37 stig, tveimur á undan Þór/KA. KR er í áttunda sætinu, tveimur stigum frá falli.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net.
Engin bikarþynna í Stjörnunni og Breiðablik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn
