Týndu börnin í verra ástandi en áður Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira