Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 10:18 Kosið verður til Alþingis í lok nóvember, og því ekki úr vegi að kanna hug kjósenda um hvað leggja beri áherslu á. Vísir/Vilhelm Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið. Þetta er niðurstaðan í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar var spurt: „Hvaða málefni er að þínu mati mikilvægast að stjórnvöld setji í forgang á næstunni?“ og fólk beðið um að forgansraða málefnunum í röð eftir mikilvægi. Í tilkynningu með niðurstöðum könnunarinnar segir að niðurstöðurnar endurspegli ekki að öllu leyti forgangsröðun flokkanna, miðað við svör forsvarsmanna þeirra hingað til þegar þeir hafi verið spurðir út í mikilvægustu stefnumál flokka sinna. Sá málaflokkur sem oftast var talinn mikilvægastur eru efnahagsmál, en 26 prósent svarenda sögðu þau mikilvægust allra mála. Enahagsmálin rötuðu í eitt efstu fimm sætanna í 62 prósent tilfella. Eina málefnið sem rataði oftar á lista svarenda voru heilbrigðismálin, í 69 prósent tilfella, en 19 prósent svarenda settu þau í fyrsta sætið. Hér að neðan má sjá hvernig forgangsröðunin skipist. Efnahagsmálin voru oftast sögð mikilvægust en heilbrigðismálin rötuðu oftast inn á fimm málefna lista svarenda.Gallup Húsnæðismál eru þá í þriðja sæti yfir þau málefni sem fólk setur í fyrsta sæti. Innflytjendamál, málefni eldri borgara og umhverfis-og loftslagsmál koma næst, en fimm prósent hver setja þá málaflokka í fyrsta sætið. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 21. október til 4. nóvember. Heildarúrtakið var 1.816 og þátttökuhlutfallið 48,5 prósent. Einstaklingar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Sjá meira
Þetta er niðurstaðan í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar var spurt: „Hvaða málefni er að þínu mati mikilvægast að stjórnvöld setji í forgang á næstunni?“ og fólk beðið um að forgansraða málefnunum í röð eftir mikilvægi. Í tilkynningu með niðurstöðum könnunarinnar segir að niðurstöðurnar endurspegli ekki að öllu leyti forgangsröðun flokkanna, miðað við svör forsvarsmanna þeirra hingað til þegar þeir hafi verið spurðir út í mikilvægustu stefnumál flokka sinna. Sá málaflokkur sem oftast var talinn mikilvægastur eru efnahagsmál, en 26 prósent svarenda sögðu þau mikilvægust allra mála. Enahagsmálin rötuðu í eitt efstu fimm sætanna í 62 prósent tilfella. Eina málefnið sem rataði oftar á lista svarenda voru heilbrigðismálin, í 69 prósent tilfella, en 19 prósent svarenda settu þau í fyrsta sætið. Hér að neðan má sjá hvernig forgangsröðunin skipist. Efnahagsmálin voru oftast sögð mikilvægust en heilbrigðismálin rötuðu oftast inn á fimm málefna lista svarenda.Gallup Húsnæðismál eru þá í þriðja sæti yfir þau málefni sem fólk setur í fyrsta sæti. Innflytjendamál, málefni eldri borgara og umhverfis-og loftslagsmál koma næst, en fimm prósent hver setja þá málaflokka í fyrsta sætið. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 21. október til 4. nóvember. Heildarúrtakið var 1.816 og þátttökuhlutfallið 48,5 prósent. Einstaklingar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Sjá meira