Heilbrigð skynsemi Haukur Örn Birgisson skrifar 21. ágúst 2018 07:00 Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun