Sveitarfélögin skora – boltinn hjá Alþingi Erna Reynisdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:45 Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar