Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. nóvember 2024 07:31 Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun