Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:59 Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“ Strætó Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“
Strætó Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira