KR! Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Melunum. Ólíkt Kópavogi er gott að búa í 107 en þangað fluttu foreldrar mínir mig einmitt nauðugan. Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara. KR hefur mest tilfinningagildi fyrir okkur á og frá Melunum. Fótboltaklúbburinn í Frostaskjólinu er sverð okkar, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu. Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið. Að vera KR-ingur er löng kennslustund í þolinmæði, að sætta sig við mótlæti, kyngja vonbrigðum og stolti án þess að gefast upp. Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur. Styrkur KR og stærð eru fyrst og fremst fólgin í því að sama hvernig gengur elska keppinautarnir að hata okkur. Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum. Ég sef þess vegna bara alveg ágætlega á Grenimelnum á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og að Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Melunum. Ólíkt Kópavogi er gott að búa í 107 en þangað fluttu foreldrar mínir mig einmitt nauðugan. Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara. KR hefur mest tilfinningagildi fyrir okkur á og frá Melunum. Fótboltaklúbburinn í Frostaskjólinu er sverð okkar, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu. Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið. Að vera KR-ingur er löng kennslustund í þolinmæði, að sætta sig við mótlæti, kyngja vonbrigðum og stolti án þess að gefast upp. Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur. Styrkur KR og stærð eru fyrst og fremst fólgin í því að sama hvernig gengur elska keppinautarnir að hata okkur. Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum. Ég sef þess vegna bara alveg ágætlega á Grenimelnum á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og að Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun