Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ráðhússstarfsmenn í Borgarnesi vilja ekki meiri dónaskap. Fréttablaðið/Pjetur Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira