

Úlfurinn
Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt.
Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.
Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.
Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Skoðun

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar