Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2018 08:00 Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Vísir/AP Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdraganda þeirra mun landslagið í sænskum stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem forsætisráðherrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannanir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúmlega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun YouGov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfirlýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brennidepli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðulóna í landinu er slæm og sá möguleiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætisráðherra eru formenn stærstu flokkanna þriggja. Stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en líklegasta útkoman, miðað við kannanir undanfarið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 „Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdraganda þeirra mun landslagið í sænskum stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem forsætisráðherrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannanir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúmlega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun YouGov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfirlýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brennidepli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðulóna í landinu er slæm og sá möguleiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætisráðherra eru formenn stærstu flokkanna þriggja. Stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en líklegasta útkoman, miðað við kannanir undanfarið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 „Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00