Mychal Kendricks vann Super Bowl-leikinn með Philadelphia Eagles en hann mun ljúka árinu á því að fá þungan fangelsisdóm.
Kendricks hefur játað sekt sína en hann var sakaður um innherjasvik sem hann stóð í ásamt starfsmanni Goldman Sachs.
Kendricks hefur viðurkennt að hafa keypt innherjaupplýsingar með peningum, miðum á NFL-leiki og boðum í teiti. Hann er sagður hafa grætt að minnsta kosti 133 milljónir króna á þessum ólöglegu upplýsingum síðustu tvö árin.
Leikmaðurinn var kominn á samning hjá Cleveland Browns en Browns rifti samningi við hann í lok síðasta mánaðar er leikmaðurinn var ákærður.
Kendricks segist sjá eftir öllu saman og ætlar að greiða til baka allan gróðann sem hann fékk ólöglega. Dómur yfir honum verður ákveðinn í desember en hann gæti fengið allt að 25 ára fangelsisdóm fyrir brot sín.
Super Bowl-meistari gæti fengið 25 ára fangelsisdóm
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
