Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2018 20:30 Bændurnir á Miðfjarðarnesi, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa við Bakkaflóa um risahöfn í Finnafirði. Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. Ólík sjónarmið heimamanna mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Samstarfsaðilar um stórskipahöfn við Langanes áforma nú stofnun tveggja hlutafélaga um verkefnið, eins og fram kom í fréttum í gær. Málið er umdeilt, ekki síður norðaustanlands, og hefur meðal annars orðið til þess að sprengja meirihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar að minnsta kosti einu sinni.Frá Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bóndinn á Felli, sá síðasti í Finnafirði, hefur lýst andstöðu sinni. En hvað finnst bændum á Miðfjarðarnesi, sem einnig yrðu nágrannar hafnarinnar? „Ég hef nú svona ekkert verið rosalega spennt fyrir þessu,“ segir Sigríður Ósk Indriðadóttir, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi. „En ég skil svo sem alveg að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið, ef þetta yrði. En kannski ekkert sem mann dreymir um að hafa hérna við hliðina á okkur,“ segir Sigríður Ósk. Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði, situr jafnframt í sveitarstjórn Langanesbyggðar: „Auðvitað mun þetta klárlega gagnast okkur. Þetta yrði náttúrlega bara kúvending,“ segir Björn. „Hugsaðu þér bara ef verksmiðjan þessi nýja á Húsavík hefði verið reist á Kópaskeri, - hvað það hefði þýtt fyrir Kópasker og Raufarhöfn. Þetta er bara alger kúvending.“Björn Guðmundur Björnsson, hreppsnefndarmaður í Langanesbyggð og verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokun skólans á Bakkafirði í fyrra lýsir alvarlegri stöðu byggðarinnar en þar hittum við þær Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólastjóra, og Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur kennara. „Það er allt að fara að gerast með þessum Finnafirði. Ég er ekki að sjá neinn hag fyrir okkur í því, - því miður,“ segir María. „Við þurfum að finna eitthvað sem gerir okkur ekki háða sjávarútvegi. Við verðum að gera það,“ segir Björn. „Stórskipahöfn sem er af þessari stærðargráðu er ekkert grín. Þetta er miklu, miklu, miklu stærra heldur en maður getur eiginlega ímyndað sér,“ segir María. „Ég tala nú ekki um að þá kannski skemmast líka fiskimiðin okkar,“ segir Bylgja Dögg.María Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Bakkafirði, og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kennari.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hafa íbúarnir trú á því að af þessu verði? „Ég held að það verði ekki neitt úr því,“ segir Krzysztof Krawczyk, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi, - að minnsta kosti ekki í þeirra tíð, bætir hann við. „Ég vona ekki. Því að ég er alveg skíthrædd við hvað við Íslendingar erum duglegir að selja landið okkar,“ segir María. „Ef þetta fer af stað, í sátt og samlyndi við landeigendur og sveitarfélag, þá verður mikil uppbygging hér. Og af hverju ekki á Bakkafirði?“ spyr Björn Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Tengdar fréttir Risahöfn í Finnafirði að færast yfir á næsta stig Aðilar sem kannað hafa möguleika á alþjóðlegri stórskipahöfn við Langanes hyggjast ákveða um næstu mánaðamót hvort stofnuð verði tvö hlutafélög um verkefnið. 5. september 2018 20:00 Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00 Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa við Bakkaflóa um risahöfn í Finnafirði. Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. Ólík sjónarmið heimamanna mátti heyra í frétt Stöðvar 2. Samstarfsaðilar um stórskipahöfn við Langanes áforma nú stofnun tveggja hlutafélaga um verkefnið, eins og fram kom í fréttum í gær. Málið er umdeilt, ekki síður norðaustanlands, og hefur meðal annars orðið til þess að sprengja meirihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar að minnsta kosti einu sinni.Frá Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bóndinn á Felli, sá síðasti í Finnafirði, hefur lýst andstöðu sinni. En hvað finnst bændum á Miðfjarðarnesi, sem einnig yrðu nágrannar hafnarinnar? „Ég hef nú svona ekkert verið rosalega spennt fyrir þessu,“ segir Sigríður Ósk Indriðadóttir, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi. „En ég skil svo sem alveg að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið, ef þetta yrði. En kannski ekkert sem mann dreymir um að hafa hérna við hliðina á okkur,“ segir Sigríður Ósk. Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði, situr jafnframt í sveitarstjórn Langanesbyggðar: „Auðvitað mun þetta klárlega gagnast okkur. Þetta yrði náttúrlega bara kúvending,“ segir Björn. „Hugsaðu þér bara ef verksmiðjan þessi nýja á Húsavík hefði verið reist á Kópaskeri, - hvað það hefði þýtt fyrir Kópasker og Raufarhöfn. Þetta er bara alger kúvending.“Björn Guðmundur Björnsson, hreppsnefndarmaður í Langanesbyggð og verkstjóri Toppfisks á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokun skólans á Bakkafirði í fyrra lýsir alvarlegri stöðu byggðarinnar en þar hittum við þær Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólastjóra, og Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur kennara. „Það er allt að fara að gerast með þessum Finnafirði. Ég er ekki að sjá neinn hag fyrir okkur í því, - því miður,“ segir María. „Við þurfum að finna eitthvað sem gerir okkur ekki háða sjávarútvegi. Við verðum að gera það,“ segir Björn. „Stórskipahöfn sem er af þessari stærðargráðu er ekkert grín. Þetta er miklu, miklu, miklu stærra heldur en maður getur eiginlega ímyndað sér,“ segir María. „Ég tala nú ekki um að þá kannski skemmast líka fiskimiðin okkar,“ segir Bylgja Dögg.María Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Bakkafirði, og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kennari.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hafa íbúarnir trú á því að af þessu verði? „Ég held að það verði ekki neitt úr því,“ segir Krzysztof Krawczyk, sauðfjárbóndi á Miðfjarðarnesi, - að minnsta kosti ekki í þeirra tíð, bætir hann við. „Ég vona ekki. Því að ég er alveg skíthrædd við hvað við Íslendingar erum duglegir að selja landið okkar,“ segir María. „Ef þetta fer af stað, í sátt og samlyndi við landeigendur og sveitarfélag, þá verður mikil uppbygging hér. Og af hverju ekki á Bakkafirði?“ spyr Björn Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Tengdar fréttir Risahöfn í Finnafirði að færast yfir á næsta stig Aðilar sem kannað hafa möguleika á alþjóðlegri stórskipahöfn við Langanes hyggjast ákveða um næstu mánaðamót hvort stofnuð verði tvö hlutafélög um verkefnið. 5. september 2018 20:00 Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00 Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Risahöfn í Finnafirði að færast yfir á næsta stig Aðilar sem kannað hafa möguleika á alþjóðlegri stórskipahöfn við Langanes hyggjast ákveða um næstu mánaðamót hvort stofnuð verði tvö hlutafélög um verkefnið. 5. september 2018 20:00
Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00
Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45