Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira