Paragvæjar flytja sendiráðið aftur til Tel Aviv Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2018 23:30 Mario Abdo Benítez er nýr forseti Paragvæ. Vísir/Getty Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt aftur til Tel Avív, þremur mánuðum eftir að það var flutt til Jerúsalem. Einungis þrír mánuðir eru síðan að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að landið myndi fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt til borgarinnar. Stjórnvöld í Ísrael hafa gagnrýnt nýjustu ákvörðun stjórnar Paragvæ harðlega, lokað sendiráði sínu í paragvæsku höfuðborginni Asunción og kallað sendiherrann heim. Ný stjórn tók við völdum í Paragvæ fyrir um mánuði síðan og segir nýr utanríkisráðherra landsins Luis Alberto Castiglioni, að Paragvæar vilji með þessi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að ná fram varanlegum friði í Miðausturlöndum. Allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila á svæðinu, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg. Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborgina. Þannig var ekkert sendiráð staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 þar til að Bandaríkjamenn fluttu sitt fyrr á árinu. Gvatemala og Paragvæ fylgdu svo í kjölfar Bandaríkjanna, en nú hafa Paragvæar sem sagt endurskoðað ákvörðun sína. Gvatemala Ísrael Paragvæ Suður-Ameríka Tengdar fréttir Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt aftur til Tel Avív, þremur mánuðum eftir að það var flutt til Jerúsalem. Einungis þrír mánuðir eru síðan að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að landið myndi fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt til borgarinnar. Stjórnvöld í Ísrael hafa gagnrýnt nýjustu ákvörðun stjórnar Paragvæ harðlega, lokað sendiráði sínu í paragvæsku höfuðborginni Asunción og kallað sendiherrann heim. Ný stjórn tók við völdum í Paragvæ fyrir um mánuði síðan og segir nýr utanríkisráðherra landsins Luis Alberto Castiglioni, að Paragvæar vilji með þessi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að ná fram varanlegum friði í Miðausturlöndum. Allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila á svæðinu, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg. Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborgina. Þannig var ekkert sendiráð staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 þar til að Bandaríkjamenn fluttu sitt fyrr á árinu. Gvatemala og Paragvæ fylgdu svo í kjölfar Bandaríkjanna, en nú hafa Paragvæar sem sagt endurskoðað ákvörðun sína.
Gvatemala Ísrael Paragvæ Suður-Ameríka Tengdar fréttir Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00