Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna Reynir Arngrímsson skrifar 6. september 2018 07:00 Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar