Framarar fá fínan liðsstyrk á eftir þegar hinn stóri og stæðilegi Andri Heimir Friðriksson skrifar undir samning við félagið.
Andri Heimir mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á eins árs framlenginguna.
Framarar hafa misst lykilmenn milli tímabila og veitti ekki af liðsstyrknum. Andri Heimir kemur til félagsins frá ÍBV en hann mun samt ekki taka þátt í meistaraleiknum gegn ÍBV á eftir. Andri var einn besti varnarmaður deildarinnar í fyrra og getur leyst flestar stöður fyrir utan. Hann hefur einnig spilað með Haukum.
Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 18.20 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið fylgir upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar.
