Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2018 16:21 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú óvænt fengið á sitt borð kærumál sem snúa að byggingum í Kaplakrika í Hafnarfirði. visir/vilhelm Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag að leggja það til við forseta Íslands að hann skipi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að fara með tvö kærumál sem varða ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika.Málið hefur vakið talsverða athygli en Vísir hefur fjallað ítarlega um það. Það snýst um hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar vegna uppbyggingar á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika. Minnihlutinn í bæjarstjórnar Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Þau vilja meina að stjórnsýslulög hafi verið brotin en Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur hins vegar vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðsluna eðlilega. Þessi kærumál ættu að öllu eðlilegu að heyra undir Sigurð Inga Jóhannsson sem er ráðherra sveitarstjórnarmála en þangað var kærunni vísað upphaflega. En, svo vill til að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. RÚV greindi frá þessu í hádeginu. Því leggur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það nú til við forseta Íslands að hann feli Svandísi að fara yfir málið. Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag að leggja það til við forseta Íslands að hann skipi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að fara með tvö kærumál sem varða ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika.Málið hefur vakið talsverða athygli en Vísir hefur fjallað ítarlega um það. Það snýst um hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar vegna uppbyggingar á nýrri yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á Kaplakrika. Minnihlutinn í bæjarstjórnar Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Þau vilja meina að stjórnsýslulög hafi verið brotin en Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur hins vegar vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðsluna eðlilega. Þessi kærumál ættu að öllu eðlilegu að heyra undir Sigurð Inga Jóhannsson sem er ráðherra sveitarstjórnarmála en þangað var kærunni vísað upphaflega. En, svo vill til að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. RÚV greindi frá þessu í hádeginu. Því leggur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það nú til við forseta Íslands að hann feli Svandísi að fara yfir málið.
Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05