Bönnum drápsvélmennin! Stefán Pálsson skrifar 4. september 2018 07:00 Í lok ágúst var haldinn mikilvægur fundur í svissnesku borginni Genf. Þar hittust sérfræðingar frá fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna til að ræða mögulegar aðgerðir gegn framleiðslu og þróun sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla – svokallaðra drápsvélmenna. Eflaust eru drápsvélmenni í hugum margra einungis fyrirbæri úr vísindaskáldsögum eða lélegum hollívúddmyndum. Veruleikinn er þó sá að á liðnum árum hefur gríðarlegum fjármunum verið varið í að þróa ómannaðar vígvélar sem útbúnar eru með gervigreind með það að markmiði að ráðast að fólki og drepa það á grundvelli eigin ákvarðana, án þess að mannshugurinn komi þar að máli. Sérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, sem muni ýta undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup, og afleiðingunum af beitingu þessara vopna í stríðsátökum framtíðarinnar. Margir af kunnustu frumkvöðlum á sviði vísinda og tækni hafa jafnvel lýst þeirri skoðun sinni að með þróun slíkra véla gæti mannkynið verið að undirrita sinn eigin dauðadóm. Þær raddir verða sífellt háværari að alþjóðasamfélagið verði að koma sér saman um bann við sjálfvirkum vígvélum. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þó lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir. Má þar nefna Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Ísrael. Af dagskrá fundarins í Genf er ekki að sjá að Íslendingar hafi átt þar fulltrúa. Það eru vonbrigði í ljósi þess að Ísland hefur á að skipa ágætum sérfræðingum á sviði vitvélarannsókna. Mikilvægi þessa málaflokks er jafnframt slíkt að utanríkisþjónustan ætti að hafa hann í forgangi. Líklegt má telja að tillögur um bann við drápsvélmennum komi til kasta Sameinuðu þjóðanna á allra næstu misserum. Þá munu fulltrúar Íslands greiða atkvæði um málið og hljóta að gera það í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt Alþingis, en árið 2016 samþykkti þingið tillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um stuðning Íslands við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu slíkra véla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Í lok ágúst var haldinn mikilvægur fundur í svissnesku borginni Genf. Þar hittust sérfræðingar frá fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna til að ræða mögulegar aðgerðir gegn framleiðslu og þróun sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla – svokallaðra drápsvélmenna. Eflaust eru drápsvélmenni í hugum margra einungis fyrirbæri úr vísindaskáldsögum eða lélegum hollívúddmyndum. Veruleikinn er þó sá að á liðnum árum hefur gríðarlegum fjármunum verið varið í að þróa ómannaðar vígvélar sem útbúnar eru með gervigreind með það að markmiði að ráðast að fólki og drepa það á grundvelli eigin ákvarðana, án þess að mannshugurinn komi þar að máli. Sérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, sem muni ýta undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup, og afleiðingunum af beitingu þessara vopna í stríðsátökum framtíðarinnar. Margir af kunnustu frumkvöðlum á sviði vísinda og tækni hafa jafnvel lýst þeirri skoðun sinni að með þróun slíkra véla gæti mannkynið verið að undirrita sinn eigin dauðadóm. Þær raddir verða sífellt háværari að alþjóðasamfélagið verði að koma sér saman um bann við sjálfvirkum vígvélum. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þó lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir. Má þar nefna Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Ísrael. Af dagskrá fundarins í Genf er ekki að sjá að Íslendingar hafi átt þar fulltrúa. Það eru vonbrigði í ljósi þess að Ísland hefur á að skipa ágætum sérfræðingum á sviði vitvélarannsókna. Mikilvægi þessa málaflokks er jafnframt slíkt að utanríkisþjónustan ætti að hafa hann í forgangi. Líklegt má telja að tillögur um bann við drápsvélmennum komi til kasta Sameinuðu þjóðanna á allra næstu misserum. Þá munu fulltrúar Íslands greiða atkvæði um málið og hljóta að gera það í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt Alþingis, en árið 2016 samþykkti þingið tillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um stuðning Íslands við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu slíkra véla.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun