Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 15:43 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande. Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande.
Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira