Pepsimörkin: „Beið bara eftir öðru Bjarna Guðjóns mómenti þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 14:00 Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson. Mynd/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu mikið um leik KA og Vals í gærkvöldi en þessi fjörugi leikur hafði mikil áhrif á stöðu mála í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Valsmenn náðu að tryggja sér eitt stig í blálokin og héldu því toppsætinu en Hlíðarendaliðið tapaði þarna tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Stjörnuna. Meðal þess sem var tekið fyrir í uppgjörsþætti 19. umferðarinnar úr þessum skemmtilega leik var atvik í seinni hálfleiknum þegar Valsmenn voru að gefa boltann aftur á KA-menn. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsimarkanna, spurði þá Þorvald Örlygsson hvað hann væri að fara að sýna þeim. „Þarna sjáum við atvik sem er mjög skemmtilegt,“ sagði Þorvaldur en KA-menn kasta þá boltanum útaf af því að það liggur meiddur maður á vellinum. „Þetta er alltaf þessi gamla regla. Valsmenn rúlla honum til KA-manna aftur en KA-menn bíða lengi eftir því að taka boltann. Hvað ætla þeir að bíða lengi eftir því að taka boltann? Þeir eru síðan pressaðir af Guðjóni Pétri Lýðssyni sem á rétt á því,“ sagði Þorvaldur og hélt áfram: „Eina sem Hallgrímur gerir síðan er að bomba boltanum útaf hinum megin. Það er alltaf þessi spurning um hvenær þú átt að fá tíma. Það þorði enginn að taka af skarið. Ég beið bara eftir að það kæmi þarna annað Bjarna Guðjóns móment en sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Þorvaldur. Bjarni Guðjónsson skoraði frægt mark fyrir ÍA á móti Keflavík í júlí 2007 þegar Keflvíkingar héldu að hann ætlaði að sparka aftur til þeirra boltanum. Keflvíkingar urðu þá alveg brjálaðir en Bjarni hélt því fram að hann hafi ekki ætlað að skjóta á markið heldur gefa langan bolta á markvörð Keflavíkur. Það má sjá þetta atvik úr leiknum á Akureyrarvelli og umfjöllun Pepsimarkanna um það hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu mikið um leik KA og Vals í gærkvöldi en þessi fjörugi leikur hafði mikil áhrif á stöðu mála í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Valsmenn náðu að tryggja sér eitt stig í blálokin og héldu því toppsætinu en Hlíðarendaliðið tapaði þarna tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Stjörnuna. Meðal þess sem var tekið fyrir í uppgjörsþætti 19. umferðarinnar úr þessum skemmtilega leik var atvik í seinni hálfleiknum þegar Valsmenn voru að gefa boltann aftur á KA-menn. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsimarkanna, spurði þá Þorvald Örlygsson hvað hann væri að fara að sýna þeim. „Þarna sjáum við atvik sem er mjög skemmtilegt,“ sagði Þorvaldur en KA-menn kasta þá boltanum útaf af því að það liggur meiddur maður á vellinum. „Þetta er alltaf þessi gamla regla. Valsmenn rúlla honum til KA-manna aftur en KA-menn bíða lengi eftir því að taka boltann. Hvað ætla þeir að bíða lengi eftir því að taka boltann? Þeir eru síðan pressaðir af Guðjóni Pétri Lýðssyni sem á rétt á því,“ sagði Þorvaldur og hélt áfram: „Eina sem Hallgrímur gerir síðan er að bomba boltanum útaf hinum megin. Það er alltaf þessi spurning um hvenær þú átt að fá tíma. Það þorði enginn að taka af skarið. Ég beið bara eftir að það kæmi þarna annað Bjarna Guðjóns móment en sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Þorvaldur. Bjarni Guðjónsson skoraði frægt mark fyrir ÍA á móti Keflavík í júlí 2007 þegar Keflvíkingar héldu að hann ætlaði að sparka aftur til þeirra boltanum. Keflvíkingar urðu þá alveg brjálaðir en Bjarni hélt því fram að hann hafi ekki ætlað að skjóta á markið heldur gefa langan bolta á markvörð Keflavíkur. Það má sjá þetta atvik úr leiknum á Akureyrarvelli og umfjöllun Pepsimarkanna um það hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira