Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 10:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Vísir/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn