Tólfti mánuðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar