Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma í dag, um hádegisbil að íslenskum tíma, fyrir utan bæinn Rjukan, nærri fjallið Gaustatoppen.
Norskir fjölmiðlar greina frá því að fimm manns hafi verið í bílnum og hafi þeir allir farist.
Lögregla segir að á þessu stigi máls sé ekki ljóst hvernig slysið bar að og óskar lögregla eftir því að vitni, ef einhver voru, gefi sig fram.
Vegurinn þar sem slysið varð var lengi lokaður á meðan lögregla og sjúkralið var þar að störfum.