Rútan var á leið frá bænum Loja í suðurhluta Perú þegar hún valt um tuttugu kílómetrum suður af bænum Cuenca.
Talsmaður bjögunarliðs segir að lík sjö fullorðinna og þriggja barna hafi fundist í rútunni, en auk þess slösuðust sextán manns í slysinu. Á myndum frá vettvangi má sjá rútuna liggjandi á hlið.
Alvarleg rútuslys í hafa verið tíð í Ekvador síðustu vikurnar, en um miðjan síðasta mánuð fórust 23 farþegar þegar rúta frá nágrannalandinu Kólumbíu lenti í slysi fyrir utan höfuðborgina Quito. Nokkrum dögum síðar létu svo tólf manns lífið þegar rúta með stuðningsmönnum fótboltaliðs lenti í slysi í suðurhluta Ekvador.
En el accidente en el Km 21 de la #Cuenca - Loja, nuestro personal trabajó más de 2 horas para recuperar los cuerpos del bus, atender a los heridos y trasladarlos a las distintas casas asistenciales. pic.twitter.com/elrpUh9ZFh
— Bomberos Cuenca (@Bomberos_Cuenca) September 1, 2018