Deilt um tilverurétt útvarpsstöðvar í sænsku kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 20:15 Jimmie Åkesson hefur verið formaður Svíþjóðardemókrata frá árinu 2005. Vísir/epa Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir að hann lét það hafa eftir sér í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P3, sem er ríkisrekin, að hann hefði löngu verið búinn að leggja stöðina niður ef hann hefði verið við stjórnvölinn. Åkesson mætti fyrr í vikunni í þátt á stöðinni þar sem leiðtogi einhvers stjórnmálaflokks er tekinn tali. Þættirnir hefjast hins vegar á innslagi þar sem þáttastjórnendur hæðast að viðmælandanum. Í innslaginu var Åkesson meðal annars kallaður landráðamaður og spilafíkill, en árið 2014 greindu sænskir fjölmiðlar frá því að Åkesson hafi veðjað um hálfa milljón sænskra króna í fjárhættuspilum á netinu það árið. Eftir innslagið kallaði Åkesson útvarpsstöðina „skítastöð“. „Hefði ég verið yfirmaður hefði ég látið loka stöðinni fyrir löngu. Mér finnst þetta hreinræktuð vinstrisinnuð drulla,“ sagði Åkesson í viðtalinu.Minnir á fjórða áratuginn Fjölmargir sænskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Åkesson vegna ummælanna, meðal annars dómsmálaráðherrann Morgan Johansson. „[Svíþjóðardemókratar] vilja sem sagt leggja niður útvarpsstöð af pólitískum ástæðum. Það minnir mjög á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Johansson á Twitter. Åkesson sagði síðar að hann vilji alls ekki leggja niður útvarpsstöðina. Hann sé þó áfram gagnrýninn á háðsádeilu stöðvarinnar. „Mér fannst brotið á mér. Þetta var virkilega lélegt. Ríkisfjölmiðlar eiga alls ekki að stunda þetta,“ sagði Åkesson síðar í samtali við sænska fjölmiðla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn 9. september næstkomandi. Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir að hann lét það hafa eftir sér í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P3, sem er ríkisrekin, að hann hefði löngu verið búinn að leggja stöðina niður ef hann hefði verið við stjórnvölinn. Åkesson mætti fyrr í vikunni í þátt á stöðinni þar sem leiðtogi einhvers stjórnmálaflokks er tekinn tali. Þættirnir hefjast hins vegar á innslagi þar sem þáttastjórnendur hæðast að viðmælandanum. Í innslaginu var Åkesson meðal annars kallaður landráðamaður og spilafíkill, en árið 2014 greindu sænskir fjölmiðlar frá því að Åkesson hafi veðjað um hálfa milljón sænskra króna í fjárhættuspilum á netinu það árið. Eftir innslagið kallaði Åkesson útvarpsstöðina „skítastöð“. „Hefði ég verið yfirmaður hefði ég látið loka stöðinni fyrir löngu. Mér finnst þetta hreinræktuð vinstrisinnuð drulla,“ sagði Åkesson í viðtalinu.Minnir á fjórða áratuginn Fjölmargir sænskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Åkesson vegna ummælanna, meðal annars dómsmálaráðherrann Morgan Johansson. „[Svíþjóðardemókratar] vilja sem sagt leggja niður útvarpsstöð af pólitískum ástæðum. Það minnir mjög á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Johansson á Twitter. Åkesson sagði síðar að hann vilji alls ekki leggja niður útvarpsstöðina. Hann sé þó áfram gagnrýninn á háðsádeilu stöðvarinnar. „Mér fannst brotið á mér. Þetta var virkilega lélegt. Ríkisfjölmiðlar eiga alls ekki að stunda þetta,“ sagði Åkesson síðar í samtali við sænska fjölmiðla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn 9. september næstkomandi.
Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15