Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2018 17:27 Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig tvö mörk í dag VÍSIR/ERNIR Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira