Biskupinn biður Grande afsökunar Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 16:07 Biskupinn Ellis hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa haldið um brjóst söngkonunnar Ariönu Grande Vísir/AP Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni. Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande. Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.Segist kannski hafa farið yfir strikið.Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu. „Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni. „Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“ Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.Baðst einnig afsökunar á brandara. Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.I think every woman can look at Ariana Grande's face and body language and viscerally feel what she's feeling. The tension. The nervous laughter. Not wanting to make a scene or make him angry. Every woman knows this feeling. But google her and everyone's talking about her dress. https://t.co/VYikD43RnM — Maggie Astor (@MaggieAstor) September 1, 2018What was up with that pastors hand? pic.twitter.com/M8Ypgm7fQB — Trevor Noah (@Trevornoah) August 31, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni. Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande. Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.Segist kannski hafa farið yfir strikið.Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu. „Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni. „Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“ Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.Baðst einnig afsökunar á brandara. Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.I think every woman can look at Ariana Grande's face and body language and viscerally feel what she's feeling. The tension. The nervous laughter. Not wanting to make a scene or make him angry. Every woman knows this feeling. But google her and everyone's talking about her dress. https://t.co/VYikD43RnM — Maggie Astor (@MaggieAstor) September 1, 2018What was up with that pastors hand? pic.twitter.com/M8Ypgm7fQB — Trevor Noah (@Trevornoah) August 31, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“