Staða Braga enn ekki auglýst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2018 07:15 Bragi Guðbrandsson var í eldlínunni í vor, hér á leið til fundar við velferðarnefnd Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14
Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19