Þá hét Kim því að veita alþjóðlegum eftirlitsaðilum aðgang að niðurrifi eldflaugapalla.
Sjá einnig: Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum
Viðræðum Moon og Kim var ætlað að bæta samskipti og samstarf ríkjanna og sömuleiðis ryðja leiðina fyrir öðrum fundi Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við eru ekki vissir um að loforð Norður-Kóreu séu nægjanleg til að Bandaríkin séu tilbúin í annan leiðtogafund en Trump sjálfur fagnaði fréttunum í nótt á Twitter.
Kim Jong Un has agreed to allow Nuclear inspections, subject to final negotiations, and to permanently dismantle a test site and launch pad in the presence of international experts. In the meantime there will be no Rocket or Nuclear testing. Hero remains to continue being........
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018
....returned home to the United States. Also, North and South Korea will file a joint bid to host the 2032 Olympics. Very exciting!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018
Þar að auki hefur Norður-Kórea ekki gefið upp hve mörg kjarnorkuvopn þeir eiga í raun og veru.
Bandaríkin hafa farið fram á að Norður-Kórea taki markviss skref í átt að því að losa sig við kjarnorkuvopn sín, áður en létt verður á refsiaðgerðum og þvingunum.
Norður-Kórea hefur hins vegar farið fram á að létt verði á refsiaðgerðum og þvingunum, áður en þeir taka markviss skref í átt að því að losa sig við kjarnorkuvopn sín.
Þingmaðurinn Lindsey Graham, var ekki ánægður með fund Moon og Kim í gær. Hann gaf í skyn að Kim væri að spila með Suður-Kóreu og eini tilgangur fundarins hefði verið að losna við refsiaðgerðir. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin gaf nýverið út skýrslu þar sem fram kom að Norður-Kórea hefði ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni, eins og ríkisstjórn Kim hefur haldið fram.
I’m concerned South Korea’s visit is going to undermine efforts by @SecPompeo and Ambassador @nikkihaley to impose maximum pressure on the North Korean regime.
While North Korea has stopped testing missiles and nuclear devices, they have NOT moved toward denuclearization. https://t.co/VRnr6tn8dg
— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 18, 2018
South Korea should not be played by Kim Jong Un.
— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 18, 2018
Á móti kemur að Kim virðist sjálfur vera í eigin herferð til að sannfæra þjóðir heimsins um að losa Norður-Kóreu við refsiaðgerðir áður en hann tekur skref til afkjarnorkuvopnavæðingar. Það er þó loforð sem Norður-Kórea hefur gefið margsinnis áður, án þess að standa við það.
Ekkert nýtt
Bandaríkin hafa tvisvar sinnum gert umfangsmikla samninga við Norður-Kóreu um að einræðisríkið hætti við að reyna að koma upp kjarnorkuvopnum í staðinn fyrir efnahagslega aðstoð. Árið 1994 þegar ríkissjtórn Norður-Kóreu ætlaði að draga ríkið úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) var slíkur samningur gerður. Sömuleiðis var skrifað undir samning árið 2005. Þá hétu yfirvöld Norður-Kóreu því að stöðva kjarnavopnaáætlun ríkisins og skrifa aftur undir NPT.
Burtséð frá þessum samningum hafa fjölmörg ríki heims komið að viðræðum við Norður-Kóreu sem staðið hafa yfir allt frá níunda áratug síðustu um að einræðisríkið komi ekki upp kjarnorkuvopnum. Á þeim tíma hefur Norður-Kórea margsinnis heitið því að stöðva áætlunina en ekki staðið við það.
Melissa Hanham, sérfræðingur hjá hugveitunni Middlebury Institute of International Studies, sagði Washington Post að loforð Kim frá fundi hans og Moon myndu ekki endilega leiða til stöðvunar kjarnavopnaáætlunar einræðisríkisins. Þeir ættu fleiri framleiðslu- og tilraunastaði og þar að auki hefði Norður-Kórea tekið sambærileg skref áður og auðvelt hefði verið að endurbyggja það sem tapaðist.