Tvöfaldur Evrópumeistari getur „loksins“ tekið bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 13:00 Jakob Ingebrigtsen fagnar EM-gulli í Berlín í ágúst. Vísir/Getty Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira