Erlent

Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Moon bauð Kim til Seúl.
Moon bauð Kim til Seúl. Vísir/Getty
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á afkjarnorkuvopnavæðingu Kóreu-skagans. BBC greinir frá.

Þetta kom fram í máli Moon eftir sögulega fundi hans og Kim í Pyongyang. Aðalumræðuefni fundarins var téð afkjarnorkuvopnavæðing skagans en Kim og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykktu á fundi þeirra fyrr á árinu að stefnt yrði að því að markmiði. Lítið hefur hins vegar þokast í þeim málum eftir þann fund.

Nú virðist ætla að verða breyting á því en Moon sagði að Kim hafi samþykkt að eldflaugaskotpallur og prófunarsvæði í Tongchang-ri, sem er einn aðalvettvangur eldlaugaprófana Norður-Kórea yrði lokað til frambúðar. Enn fremur var samþykkt að það yrði gert undir eftirliti alþjóðlegra sérfræðinga.

Ætla sér að sækja um að halda Ólympíuleikana

Þá sagði Moon einnig að Kim hafi samþykkt að loka kjarnorkuverinu í Yongbyon þar sem talið er að efni í kjarnorkusprengjutilraunir Norður-Kóreu hafi verið framleitt.

Þá samþykktu leiðtogarnir einnig að stefnt yrði að tengja saman ríkin tvö með járnbrautarlest, meiri samvinnu í heilbrigðismálum og að fleiri fjölskyldum sem aðskildar hafa verið frá því að ríkjunum var skipt í tvennt eftir seinni heimsstyrjöldinni yrði gert kleift að sameinast á ný.

Fundur leiðtoganna tveggja þykir vera stórt skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna en meðal þess sem samþykkt var á fundunum var að þjóðirnar ætli sér að sækja sameiginlega um að halda Ólympíuleikana árið 2032.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×