Liðin í Dominos deild karla í körfubolta eru farnir að skipta um erlenda leikmenn þótt að enn séu rúmar tvær vikur í fyrsta leik tímabilsins.
Keflvíkingar hafa látið tvo erlenda leikmenn fara sautján dögum fyrir fyrsta leik liðsins í deildinni.
Karfan.is segir frá því í dag að Bandaríkjamaðurinn Milton Jennings og Búlgarinn Georgi Boyanov hafi báðir verið sendir heim.
„Samkvæmt stjórn, stóð hvorugur þeirra undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra,“ segir í fréttinni á karfan.is.
Fyrsti leikur Keflavíkur í Domino´s deild karla verður á móti nágrönnunum í Njarðvík 5. október næstkomandi.
Keflvíkingar fengu frábæran liðstyrk á dögunum þegar liðið samdi við Michael Craion, tvöfaldan Íslandsmeistara.
Craion lék með Keflavík frá 2012 til 2014 en var hjá KR frá 2014 til 2016.
