Bjössi í World Class dró risafisk í Kanada Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2018 14:20 Það kostaði gríðarleg átök að draga þennan væna fisk um borð. Stærsti fiskur sem Bjössi hefur dregið. Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“ Stangveiði Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Björn Leifsson, sem gjarnan er kenndur við líkamsræktarstöðina World Class – Bjössi í World Class – er veiðimaður af guðs náð. Hann er ásamt þremur félögum sínum við veiðar á Eyju Játvarðs Prins (e. Prince Edward Island) í Kanada og í gær settu þeir í og drógu um borð allsvakalegan fisk: 400 punda túnfisk, nánar tiltekið Bluefin Tuna. Vísir náði tali af Bjössa nú fyrir stundu og var hann býsna kátur með fenginn, að vonum. „Við settum í einn í morgun sem er helmingi stærri. Vorum með hann á í tvo tíma þegar slitnaði. Við vorum hálftíma að draga þennan um borð.“Mikil átök við að þreyta fiskinn og draga um borð Bjössi lýsir veiðunum þannig að þeir fara út með sjóstangveiðibát en áður en þeir fara út veiða þeir makríl sem svo er notaður lifandi í beitu. „Sniðugt að veiða beituna sjálfur. Makríllinn er svo geymdur í kari um borð. Við erum með þrjár stangir úti og svo skiptast menn á að draga þegar bítur á, því það er enginn einn sem getur þreytt svona kvikindi. Þetta eru svo mikil átök,“ segir Bjössi sem er vel að manni. Þannig að eitthvað hefur kostað að draga fiskinn um borð.Bjössi ásamt félaga sínum. Eins og sjá má er þetta enginn smáræðis skepna sem þeir drógu um borð í gær. Rennilegur og sterkur.„Hann tók alla línuna út trekk í trekk, svakalega gaman. Svo þegar hann fór að nálgast dró hann stöngina alveg niður í sjó. Hjólin sem verið er að nota er fimm til sex sinnum stærri en notuð eru á sjóstöng heima,“ segir Bjössi og lýsir útbúnaðinum nánar. Bjössi hefur stundað stangveiði áratugum saman og farið um allan heim til að stunda þá iðju; Rússlands, Skotlands, Argentínu … aðallega til að elta laxinn. „Mig hefur alltaf langað til að fara í þetta og lét loks verða af því. Við sjáum ekki eftir því.“ Hann segir þetta tíu sinnum stærri fisk en þann stærsta sem hann hefur fram til þessa landað. „Ég hef fengið 40 pundara í Rússlandi. Já, þar eru þeir stórir. Það var reyndar stærsti lax sem veiddist þar það árið sem var 2004 eða 2005.“Rándýr fiskur Bjössi og félagar eru að halda til veiða í dag, fara svo í golf á morgun og eru væntanlegir til landsins aðfaranótt föstudags. Hann lætur vel af veiðum í Kanada. „Ég held að það fáist ekki svona fiskar annars staðar. Þetta er fiskur sem ég gæti selt fyrir 30 þúsund dollara. Happadráttur. Við megum reyndar ekki hirða hann, það er báturinn. Við komum bara blankir heim. Við erum að borga 2000 dollara fyrir bátinn á dag, 160 þúsund kall ef deilist á fjóra. Ekkert dýrt í samanburði við laxveiði heima. Þegar flugið er orðið ódýrt þá er þetta í lagi.“ Bjössi segir að svona fengur teljist mikill happadráttur enda hægt að fá mikið fé fyrir hann, svo mikið að menn tíma ekki að stoppa hann upp. „En, jú, hann færi vel á vegg.“
Stangveiði Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira