Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 17. september 2018 07:00 Tillagan verður lögð fram á morgun. Fréttablaðið/Anton brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. „Sonur minn gengur í Ísaksskóla. Skólinn er stórkostlegur og hefur ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir borgin lægri fjárhæð með menntun nemenda hans en menntun barna í borgarreknum skólum. Foreldrar barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálfstæðum skólum borgarinnar, verða því að greiða skólagjöld,“ ritar Hildur á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá tillögunni.Skólagjöld í Ísaksskóla eru 210.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum sex til níu ára og tíu þúsund krónum lægri fyrir fimm ára börn. Eins er hægt að fá systkinaafslátt. „Þetta hefur í rauninni verið eitt af baráttumálum sjálfstæðra skóla í langan tíma. Í dag er rekstrarumhverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki sömu fjárframlög og borgarreknu skólarnir og skólagjöldin duga ekki þannig að þeir standa í rauninni verr að vígi,“ segir Hildur. „Okkur þykir rétt að öll börn í borginni fái sama framlag með sinni menntun og það sé svo í höndum foreldra að velja í hvaða skóla barnið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er það ekkert fyrir alla að borga skólagjöld með börnunum sínum.“ Aðspurð segist Hildur spennt að sjá hvernig tekið verði við tillögunni, sem líkt og fyrr segir verður lögð fram á morgun. „Innan borgarstjórnar eru margir sem aðhyllast hugmyndafræði um jöfn tækifæri fyrir börn og svo er kominn inn flokkur eins og Viðreisn sem talar fyrir því að styðja við sjálfstæða skóla. Þannig að ég bara vona að þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir Hildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. „Sonur minn gengur í Ísaksskóla. Skólinn er stórkostlegur og hefur ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir borgin lægri fjárhæð með menntun nemenda hans en menntun barna í borgarreknum skólum. Foreldrar barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálfstæðum skólum borgarinnar, verða því að greiða skólagjöld,“ ritar Hildur á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá tillögunni.Skólagjöld í Ísaksskóla eru 210.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum sex til níu ára og tíu þúsund krónum lægri fyrir fimm ára börn. Eins er hægt að fá systkinaafslátt. „Þetta hefur í rauninni verið eitt af baráttumálum sjálfstæðra skóla í langan tíma. Í dag er rekstrarumhverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki sömu fjárframlög og borgarreknu skólarnir og skólagjöldin duga ekki þannig að þeir standa í rauninni verr að vígi,“ segir Hildur. „Okkur þykir rétt að öll börn í borginni fái sama framlag með sinni menntun og það sé svo í höndum foreldra að velja í hvaða skóla barnið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er það ekkert fyrir alla að borga skólagjöld með börnunum sínum.“ Aðspurð segist Hildur spennt að sjá hvernig tekið verði við tillögunni, sem líkt og fyrr segir verður lögð fram á morgun. „Innan borgarstjórnar eru margir sem aðhyllast hugmyndafræði um jöfn tækifæri fyrir börn og svo er kominn inn flokkur eins og Viðreisn sem talar fyrir því að styðja við sjálfstæða skóla. Þannig að ég bara vona að þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir Hildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira