Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2018 20:00 Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði. Samgöngur Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði.
Samgöngur Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira