Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 10:04 Bandaríkin vilja koma í veg fyrir að Norður-Kórea hafi aðgang að reiðuféi sem það notar til að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins. Vísir/AP Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46
Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03