Hagsmunamat Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun