Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 19:00 Hátt í tuttugu manns bjuggu á tjaldsvæðinu síðasta vetur. Ekki stendur til að bjóða upp á langtímaleigu þar í vetur. Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09
Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15