Kennari úr Verzló opnaði snúðavagn með syni sínum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2018 11:00 Danival Örn Egilsson opnaði snúðavagn með Agli Helga Lárussyni. „Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu. Ísland í dag Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu.
Ísland í dag Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira