Hvert stefnir Reykjavík? Eyþór Arnalds skrifar 13. september 2018 10:00 Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun