Segir áherslur í fjárlagafrumvarpi kolrangar og hygla stóreignafólki Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 13:09 Ágúst Ólafur Ágústsson er fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. vísir/vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38