Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði um rétt tæplega 10% í viðskiptum upp á um 450 milljónir króna í dag. Á sama tíma lækkuðu hlutabréf flestra annarra fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar og þá lækkaði gengi krónunnar einnig.
Á meðan bréf í Icelandair hækka er beðið fregna af skuldabréfaútboði WOW Air, samkeppnisaðila Icelandair, en forsvarsmenn WOW vænta þess að geta skýrt nánar frá útboðinu í lok vikunnar. Eins og greint hefur verið frá síðustu vikur leitar WOW Air nú fjármagns frá fjárfestum í rekstur félagsins.
Þá hefur vefurinn Túristi.is eftir viðmælendum sínum að aðeins sé tímaspursmál þangað til að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð þar til örlög WOW Air koma í ljós.
Eins og áður sagði lækkuðu bréf annarra félaga í Kauphöllinni í verði í dag. Bréf í N1 lækkuðu mest, eða um 5,7%.
Hlutabréf í Icelandair rjúka upp á meðan annað lækkar

Tengdar fréttir

Icelandair bregst við ójafnvægi í leiðakerfinu
Icelandair mun bjóða flug til Evrópu rétt fyrir hádegi og til Norður-Ameríku að kvöldi frá og með maí á næsta ári.

Fjárfest í flughermum fyrir fjóra milljarða
Icelandair hefur fjárfest í flughermum fyrir tæpa fjóra milljarða og innan mánaðar getur öll þjálfun og kennsla, á allan flugflota félagsins, átt sér stað hér heima. Eftirspurn erlendra flugfélaga um æfingatíma í herminum stendur undir fjárfestingunni.

Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok
Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok.

Verjast fregna af gengi útboðs
Engar upplýsingar fást um gengi skuldabréfaútboðs WOW air þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.