Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 12:00 Þórdís Lóa tók höfðinglega á móti fyrrverandi félögum sínum í FKA í veislu sem haldin var í Höfða. Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Á fimmtudaginn 6. þessa mánaðar hélt borgin veglega veislu fyrir FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu. Hófið sem haldið var í Höfða kostaði 350 þúsund krónur og var hið glæsilegasta eins og fram kemur á mbl.is. Gestgjafi var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, en hún er einmitt fyrrverandi formaður FKA. Ekki verður betur séð en borgin hafi brotið eigin reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. Í 6. grein um skilyrði segir: „Að meginstefnu til skulu opinberar móttökur ekki haldnar í tilefni af árlegum viðburðum, nema þeir tengist Reykjavíkurborg sérstaklega. Halda má þó móttökur í tilefni af stórafmælum félagasamtaka (25, 50, 75 og 100 ára).“Segir engar reglur hafa verið brotnar FKA verður 20 ára á næsta ári. Þá segir í 8. grein að veitingar „í móttökum sem sótt er um að Reykjavíkurborg haldi skulu að öllu leyti greiddar af umsóknaraðila.“ Borgin stóð hins vegar straum að öllum kostnaði. Það kemur fram í svari Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra borgarinnar, sem hafnar því að reglur hafi verið brotnar. „Í raun getur borgarstjóri ákveðið að halda móttökur fyrir hvern sem er að eigin frumkvæði enda er ekki fjallað sérstaklega um heimildir hans til þess í reglunum. Þó er farið mjög sparlega með þær heimildir. Móttakan fyrir FKA brýtur því ekki í bága við reglurnar,“ segir Bjarni.Heildarkostnaður 348.064 krónur Upplýsingastjórinn segir móttökuna uppfylla öll þau ákvæði sem fram koma í reglum um móttökur Reykjavíkurborgar. „Þess má geta að FKA hefur einu sinni áður fengið opinbera móttöku á vegum borgarinnar og var það árið 2014.“ Bjarni segir að umrædd móttaka sé opinber móttaka borgarstjóra eins og kveðið er á um í 4. gr. reglna um móttökur Reykjavíkurborgar og ber þess vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara allan straum af kostnaði í tengslum við hana. Í 8 gr. reglnanna er hins vegar verið að vísa til móttaka með þátttöku annarra en það á ekki við í þessu tilfelli. „Heildarkostnaður vegna móttökunnar þann 6. september sl. var 348.064 kr.“Þórdís Lóa kát að taka á móti konum í FKA Vísir hafði upphaflega samband við Þórdísi Lóu vegna þessa og hún vísaði fyrirspurninni frá sér, sagði að þetta hafi farið fram samkvæmt prótókoli borgarinnar. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um þetta, aðeins verið gestgjafi. FKA óskaði eftir því að koma í heimsókn til borgarinnar og orðið var við því. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði borgarstjóri tekið á móti hópnum en í þessu tilfelli gerði ég það. Það var mér bæði ljúft og skylt að taka á móti konum í atvinnulífinu,“ segir Þórdís Lóa en vísar fyrirspurninni að öðru leyti til embættismanna borgarinnar.Hvers vegna eru lög og regla? Í stuttu samtali við Eyþór Arnalds, leiðtoga minnihlutans í borginni, segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að þarna væru reglur hugsanlega brotnar. „En, það er ekki gott ef borgin fer ekki eftir eigin reglum. Það eru gerðar kröfur á íbúana að fara eftir reglum borgarinnar,“ segir Eyþór og vitnar í lag eftir Bubba Morthens: „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela, hitt og þetta?“ Ein þeirra sem var í veislunni og skemmti sér konunglega var Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún sagði veisluna hafa verið fína, en fullbókaður tekur Höfði við 120 manns. „En, ég er hætt í pólitík. Þú verður að spyrja einhvern annan.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira