Kalifornía ætlar að framleiða allt rafmagn án kolefnis fyrir 2045 Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 09:03 Nýju lögin gera ráð fyrir að allt rafmagn verði framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og sólarorku fyrir miðja öldina. Vísir/Getty Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Stjórnvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa sett sér það markmið að öll raforkuframleiðsla í ríkinu verði kolefnisfrí fyrir árið 2045. Lög sem samþykkt voru þar gera ráð fyrir að orkufyrirtæki þurfi að framleiða 60% orku með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2030. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hét því að ríkið myndi ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að halda áfram að afkolefnisvæða hagkerfið. Kalifornía er fimmta stærsta hagkerfi heims og verður annað bandaríska ríkið á eftir Havaí til þess að skuldbinda sig til þess að framleiða raforku með vistvænum hætti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum orkunefndar Kaliforníu var um þriðjungur raforku sem seld var í ríkinu í fyrra framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Nýju lögin leggjast hins vegar illa í sum stærstu orkufyrirtæki landsins sem vara við því að þau muni hækka orkuverð til almennings. Umhverfisverndarsinnar hafa aftur á móti fagnað aðgerðunum. Á sama tíma og Kalifornía tilkynnir um aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætlar ríkisstjórn Donalds Trump forseta enn að slaka á alríkisreglum. New York Times segir frá því að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna ætli að auðvelda orkufyrirtækjum að losa metan út í andrúmsloftið. Áður hefur hún lagt fram tillögur um að veikja verulega reglur um takmarkanir á losun frá kolaorkuverum og bifreiðum.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45