Líkti tapinu á móti Sviss við stórtap Brasilíumanna á HM 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 10:49 David Luiz liggur í grasinu eftir 7-1 tap á móti Þýskalandi í undanúrslitum á HM 2014. Vísir/Getty Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén. HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén.
HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira