Trump-liðar ætla í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:01 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30